Ásdís Arnalds, sópran og Elfa Dröfn Stefánsdóttir, messó-sópran verða einsöngvarar á föstutónleikum þriðjudaginn 16. mars kl. 20 í Fella- og Hólakirkju. Sönghópurinn Kordía syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista, sem jafnframt leikur á orgel kirkjunnar. Ástríður Alda Sigurðardóttir leikur á píanó
.Á efnisskránni er m.a. 43. passíusálmur eftir Hallgrím Pétursson sem fluttur verður á heldur nýstárlegan hátt, Requiem eftir Gabriel Fauré, Faðir vor eftir Björn Önund Arnarsson (nýtt verk), nýr sálmur eftir Sigurbjörn Einarsson og verk eftir J.S. Bach. Þema tónleikanna er föstutíminn og verða tengsl tónlistarinnar við föstuna útskýrð fyrir áheyrendum.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!