Ársþing þýsku samtakanna 16.-18. apríl í Potsdam

 Ólöf og Signý í kynningarferð um Leipzig í síðustu för okkar á ráðstefnuna í  Leipzig.

 

22. ársþing þýska söngkennarafélagsins verður haldið helgina 16.-18. apríl í Háskólanum í Potsdam. Okkur er að sjálfsögðu boðið að vera þátttakendur. Mörgum er minnisstæð ferðin til Leipzig í hitteðfyrra.

 

Yfirskrift þingsins er „Singen und Lehren zwischen Tradition und Moderne“.

BDG, Þýska söngkennarasambandið

Þeir sem vilja slást í hópinn fara nú að athuga flug og gistingu. Bent skal á Endurmenntunarsjóð Kennarasambandsins og FÍH.