Andri Björn í Langholtskirkju 21. mars og Selinu 27. mars

  Andri Björn Róbertsson, bass-barítón, heldur sína fyrstu einsöngstónleika ásamt Kristni Erni Kristinssyni, píanóleikara, í Langholtskirkju, sunnudaginn 21. mars kl. 20 og í Selinu á Stokkalæk, laugardaginn 27. mars kl. 15. Tónleikarnir eru á vegum Listafélags Langholtskirkju. Miðaverð kr. 2000,- (tónlistarnemar kr. 1500,-). Andri lýkur burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík í vor.

Á dagskrá verða þrír ljóðaflokkar: Six Songs from "A Shropshire Lad" eftir George Butterworth, Three Shakespeare Songs eftir Roger Quilter og Liederkreis op. 39 eftir Robert Schumann.