Anastasia Belukova 25. mars kl. 20 í Kristskirkju

 Rússneski fiðluleikarinn og stjórnandinn Vladimir Spivakov heldur tónleika ásamt fjórum löndum sínum föstudaginn 25. mars nk. í dómkirkju Krists konungs í Reykjavík og hefjast tónleikarnir kl. 20.00.

Ásamt stjórnandanum koma fram þau Anastasia Belukova sópran, Eremy Tsukerman fiðla, Dmitry Prokofiev selló og Zoya Abolits sembal. Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach: Resitatíf og aría fyrir sópran úr kantötu nr. 57, aría úr kantötu nr. 186, aría úr kantötu nr. 68, sónata fyrir fiðlu og píanó, resitatíf og aría fyrir sópran úr kantötu nr. 57, aría fyrir einsöngssópran og aría úr kantötu nr. 208.

Tónleikarnir eru haldnir til styrktar íslenskum málefnum og umsjón með þeim hefur Kaþólska kirkjan á Íslandi. Miðar eru seldir á midi.is og er miðaverð kr. 4000.