Alþjóðlegur dagur raddarinnar

WVD_logo_square-01-isl

 

Í tilefni af alþjóðlegum degi raddarinnar, fimmtudaginn 16. apríl, býður Söngskólinn í Reykjavík gestum og gangandi að koma og heimsækja skólann frá kl. 14:00 – 18:00 og kynna sér starfsemi hans t.d. með því að koma inn í söngtíma eða yfirstandandi hóptíma t.d. kennslu í tónfræði eða tónheyrn.

Kl 18:00 hefst svo aukaæfing hjá Óperukórnum í tónleikasal Söngskólans í Reykjavík í tilefni af degi raddarinnar.  Þeir sem hafa áhuga eru velkomnir á æfinguna því það eru spennandi tónleikar í uppsiglingu og síðan verður brugðið á leik með fjöldasöng ef næg þátttaka verður.

Söngskóli Sigurðar Demetz verður einnig með opið hús fyrir gesti og gangandi.  Fólk er hvatt til að koma í heimsókn til að kynna sér starfsemi þessara skóla.

Svo skemmtilega vill til að Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz frumsýnir söngleikinn „Gullna hliðið“ í Iðnó þ. 16. apríl n.k.

Heimasíða hins alþjóðlega dags raddarinnar er : http://www.world-voice-day.org/

Einnig erum við á Facebook:  https://www.facebook.com/groups/Radddagurinn/