Alina og nemendur í Salnum 2. nóv. kl. 20

 Mánudagskvöldið 2.nóvember kl.20 verður glæsileg söngveisla í tilefni þess að messósópransöngkonan ALINA DUBIK hefur búið og starfað á Íslandi í 20 ár. Alina hefur getið sér afar gott orð sem óperusöngkona hér á landi auk þess að vera eftirsóttur söngkennari.Á tónleikunum koma fram söngkonurnar:
Alina Dubik
Anna Jónsdóttir
Anna Margrét Óskarsdóttir
Agnes Amalía Kristjónsdóttir
Jóhanna Héðinsdóttir
María Jónsdóttir
Nathalía Druzin Halldórsdóttir

Á píanó leikur Ástríður Alda Sigurðardóttir.

Söngkonurnar sem koma fram með Alinu hafa allar lært söng hjá henni um árabil. Flutt verða sönglög, aríur og dúettar eftir Tsjækovski, Saint-Saëns, Caccini, Jón Ásgeirsson, Fauré, Vivaldi, Ponchielli, Poulenc, Puccini, Mussorgsky, Catalani, Bizet.

Miðaverð 2500/1800
Miðasala í Salnum í Kópavogi og á www.salurinn.is