Ágúst og Marta með Camerata Drammatica í ÍÓ lau. 28. apríl kl. 20

 Hin nýstofnaða hljómsveit Camerata Drammatica flytur barokktónlist undir yfirskriftinni „Af ástum og vindmyllum“, eftir Händel, Telemann, Gasparini o.fl. á upprunaleg hljóðfæri laugardaginn 28. apríl kl. 20 í Íslensku óperunni. Einsöngvarar: Ágúst Ólafsson og Marta Guðrún Halldórsdóttir.
 
Camerata Drammatica skipa hljóðfæraleikarar úr Bachsveitinni í Skálholti auk ungs fólks sem hefur lagt stund á sérnám í túlkun tónlistar á upprunaleg hljóðfæri. Hljómsveitin var stofnuð í samstarfi við Íslensku óperuna haustið 2006 og eru þetta fyrstu tónleikar sveitarinnar.
Nánari upplýsingar um tónleikana
 
Sími miðasölu: 511 4200 opið frá 14-18
Miðaverð kf. 2.500 – Kaupa miða