Ágúst, Gerrit og Schubert í Frík. 16./23./30. maí kl. 11

 Ágúst Ólafsson, barítónsöngvari, og Gerrit Schuil, píanóleikari, bjóða áhorfendum til morguntónleika þrjá sunnudaga í röð í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem fágætt tækifæri gefst til að njóta með stuttu millibili beggja ljóðasöngflokka Schuberts auk söngvasafns sem gefið var út að honum látnum undir heitinu Svanasöngur.


Malarastúlkan fagra sunnnudaginn 16. maí kl. 11.00

Vetrarferðin sunnudaginn 23. maí kl. 11.00

Svanasöngur sunnudaginn 30. maí kl. 11.00.

Miðasala á einstaka tónleika

Hægt er að fá þrennutilboð á alla tónleikana en það fæst aðeins keypt hjá Listahátíð í miðasölusíma 552 8588 eða á skrifstofu Listahátíðar í Gimli Lækjargötu 3.