Afmælistónleikar til heiðurs Eiði í Frík. þri. 22. feb. kl. 12.15

 Eiður Ágúst Gunnarsson verður 75 ára þriðjudaginn 22. febrúar. Af því tilefni hafa nokkrir gamlir nemendur hans tekið sig saman og munu halda tónleika í Fríkirkjunni kl. 12.15 honum til heiðurs.

Söngvararnir eru: Ágúst Ólafssón barítón, Árni Þór Guðmundsson bassi, Björgvin Björgvinsson tenór, Einar Örn Finnsson tenór, Gísli Stefánsson barítón, Gunnar Már Jóhannsson barítón, Jóhannes Freyr Baldursson tenór, Jón Leifsson barítón, Ívar Helgason tenór og Lárus Sigurður Lárusson tenór. Píanóleikari á tónleikunum verður Hólmfríður Sigurðardóttir.

Allir sem vilja samfagna með Eiði í tilefni dagsins eru velkomnir. Aðgangur ókeypis.