5 í tangó í Salnum mið. 24. mars kl. 20.30

ÍSLENSKIR OG FINNSKIR TANGÓAR!

 Fimm í TANGÓ halda tónleika í Salnum 24. mars klukkan 20:30. Barinn opnar 20:00! Ekkert hlé.
Fimm í TANGÓ lagði upp með finnska tangóa í nóvember 2007, útsetta af Haraldi Vigni Sveinbjörnssyni og Tatu Kantomaa og hefur hópurinn haldið fimm tónleika síðan.

FRUMSAMDIR ÍSLENSKIR TANGÓAR hafa leitað til hópsins Fimm í TANGÓ strax frá upphafi. Allir íslensku tangóarnir eru sérstaklega samdir fyrir Fimm í TANGÓ og hefur Haraldur Vignir þegar samið þrjá tangóa fyrir hópinn. Fleiri tónskáld hafa bæst við og mun Fimm í Tangó frumflytja tangó eftir Hafdísi Bjarnadóttur.

Fram koma:
Ágúst Ólafsson söngur
Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó
Íris Dögg Gísladóttir fiðla
Kristín Lárusdóttir selló
Matti Kallio harmóníka

salurinn.is sími: 5 700 400